Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju Eurovision Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju
Eurovision Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp