Jói var okkar stoð og stytta 17. maí 2005 00:01 "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
"Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira