Bjargað þrekuðum og sjóblautum 16. maí 2005 00:01 Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira