Finna upp lyf gegn gleymsku 13. október 2005 19:12 Ertu gleyminn? Þá er komin á markað pilla sem bjargar því. Lyfið CX717 eflir glútamat í heilanum, en það eykur getuna til að læra og muna. Rannsóknir í Bretlandi sýndu jafnframt að lyfið jók á árvekni svefnvana tilraunadýra. Þau voru látin gangast undir röð prófa um miðjan dag og svo aftur skömmu eftir miðnætti. Þau sem fengu lyfið stóðu sig margfalt betur. Vísindamaðurinn Gary Lynch við háskólann í Kaliforníu er maðurinn sem á hugmyndina að lyfinu og hann telur líklegt að það geti nýst bæði Alzheimer-sjúklingum og þeim sem þjást af flugþreytu. Framleiðandi lyfsins, Cortex, segir að lyfið geti gagnast þeim sem þjást af drómasýki, þ.e. sofna um miðjan dag, og ofvirkum einstaklingum með athyglisbrest. Alheilbrigðir gætu fengið sér pillu til að hressa sig aðeins við. Þar sem lyfið er ekki örvunarefni hefur það ekki önnur áhrif og truflar ekki svefn. Vísindamaðurinn Lynch segir að í raun geri það taugafrumunum kleift að tengjast betur. Árangurinn sé betra minni og meiri árvekni. Heilsa Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ertu gleyminn? Þá er komin á markað pilla sem bjargar því. Lyfið CX717 eflir glútamat í heilanum, en það eykur getuna til að læra og muna. Rannsóknir í Bretlandi sýndu jafnframt að lyfið jók á árvekni svefnvana tilraunadýra. Þau voru látin gangast undir röð prófa um miðjan dag og svo aftur skömmu eftir miðnætti. Þau sem fengu lyfið stóðu sig margfalt betur. Vísindamaðurinn Gary Lynch við háskólann í Kaliforníu er maðurinn sem á hugmyndina að lyfinu og hann telur líklegt að það geti nýst bæði Alzheimer-sjúklingum og þeim sem þjást af flugþreytu. Framleiðandi lyfsins, Cortex, segir að lyfið geti gagnast þeim sem þjást af drómasýki, þ.e. sofna um miðjan dag, og ofvirkum einstaklingum með athyglisbrest. Alheilbrigðir gætu fengið sér pillu til að hressa sig aðeins við. Þar sem lyfið er ekki örvunarefni hefur það ekki önnur áhrif og truflar ekki svefn. Vísindamaðurinn Lynch segir að í raun geri það taugafrumunum kleift að tengjast betur. Árangurinn sé betra minni og meiri árvekni.
Heilsa Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira