Kærir kjörstjórn Samfylkingarinnar 12. maí 2005 00:01 Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira