Innlent

Sjúkratryggingakortin rjúka út

Útgáfa kortanna hófst 1. maí. Alls voru 6.064 sjúkratryggingakort gefin út dagana 1.- 7. maí eða um fimmtungur af áætluðum fjölda korta á öllu árinu, samkvæmt upplýsingum frá TR. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. Einfalt er að sækja um nýja kortið á heimasíðu Tryggingastofnunar. Hún sendir síðan kortið á lögheimili viðkomandi. Þeir sem hafa ekki aðgang að netinu geta komið í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar í Reykjavík og sótt um evrópska sjúkratryggingakortið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×