Út af geðdeild og rændi bílum 8. maí 2005 00:01 Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira