Börnin stimpluð sem lyfjafíklar 7. maí 2005 00:01 Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira