Innlent

Fresturinn hefst við 18 ára aldur

Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis leggur til að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum hefjist við átján ára aldur en ekki fjórtán ára aldur eins og nú er. Nefndin afgreiddi frumvarpið í dag og klofnaði nefndin í afstöðu sinni. Þingmenn Samfylkingarinnar vildu að frumvarpið yrði óbreytt og að fyrningarfresturinn yrði alfarið afnuminn en það var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, sem lagði frumvarpið fram. Í því var gert ráð fyrir að kynferðisbrot sem framin væru gegn börnum undir fjórtán ára aldri myndu ekki fyrnast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×