Ekki sóttir til saka vegna klúðurs 4. maí 2005 00:01 Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira