Ekki sóttir til saka vegna klúðurs 4. maí 2005 00:01 Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent