Hefur lýst kröfu í þrotabú bræðra 4. maí 2005 00:01 Síminn hefur þegar lýst yfir kröfum í þrotabú bræðranna Sveinbjörns Kristjánssonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar vegna Landssímamálsins svokallaða. Síminn vill ekki gefa upp þá fjárhæð sem krafist hefur verið að bræðrunum en heildarupphæð krafna vegna málsins að hálfu Símans verður 246 milljónir króna eða jafn há þeirri bótakröfu sem vísað var frá Héraðsdómi Reykjavíkur þegar kveðinn var upp dómur yfir þeim Sveinbirni, Kristjáni Ragnari, Árna Þór Vigfússyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, verða gerðar kröfur í eignir þeirra Árna Þórs og Ragnars Orra innan skamms þar sem dómur Hæstaréttar hefur fallið. Þá var tekið fyrir mál gegn fjórmenningunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þeir eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á um 56 milljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Með fjórmenningunum er Stefán Hjörleifsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis, ákærður. Meint brot eru vegna fyrirtækjanna Ísafoldarhússins, Japis, Kaffi Le, Lífsstíls og Planet Reykjavíkur, en öll hafa þau verið úrskurðuð gjaldþrota. Hluti skuldarinnar hefur verið greiddur en vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fyrirtækjanna bárust greiðslurnar oft eftir gjalddaga. Samkvæmt íslenskum skattalögum telst brotið fullframið sé ekki greitt á gjalddaga. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Síminn hefur þegar lýst yfir kröfum í þrotabú bræðranna Sveinbjörns Kristjánssonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar vegna Landssímamálsins svokallaða. Síminn vill ekki gefa upp þá fjárhæð sem krafist hefur verið að bræðrunum en heildarupphæð krafna vegna málsins að hálfu Símans verður 246 milljónir króna eða jafn há þeirri bótakröfu sem vísað var frá Héraðsdómi Reykjavíkur þegar kveðinn var upp dómur yfir þeim Sveinbirni, Kristjáni Ragnari, Árna Þór Vigfússyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, verða gerðar kröfur í eignir þeirra Árna Þórs og Ragnars Orra innan skamms þar sem dómur Hæstaréttar hefur fallið. Þá var tekið fyrir mál gegn fjórmenningunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þeir eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á um 56 milljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Með fjórmenningunum er Stefán Hjörleifsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis, ákærður. Meint brot eru vegna fyrirtækjanna Ísafoldarhússins, Japis, Kaffi Le, Lífsstíls og Planet Reykjavíkur, en öll hafa þau verið úrskurðuð gjaldþrota. Hluti skuldarinnar hefur verið greiddur en vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fyrirtækjanna bárust greiðslurnar oft eftir gjalddaga. Samkvæmt íslenskum skattalögum telst brotið fullframið sé ekki greitt á gjalddaga.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira