Fara alla leið með málin 3. maí 2005 00:01 Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira