Heimsvaldakók og kaffi 2. maí 2005 00:01 "Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar. Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira
"Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar.
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira