
Sport
Els vann yfirburðasigur í Asíu

Suður-Afríski kylfingurinn Ernie Els, kom sá og sigraði á opna Asíumótinu í golfi sem lauk fyrir skömmu í Shanghai. Els var með yfirburðastöðu allt mótið og var í forystu allan tímann. Hann lék síðasta hringinn á mótinu á 65 höggum, þar sem hann náði m.a. 13 fuglum og endaði 13 höggum á undan breska kylfingnum Simon Wakefield. "Þetta er búin að vera fín vika hjá mér og að fara annan hringinn á 62 höggum, tryggði mér auðvitað góða forystu á mótinu. Á síðasta hringnum þurfti ég bara að einbeita mér að því að leika öruggt golf og að sækja hart þegar ég hafði tök á því," sagði Els.