Kanna skaðabótamál í Símamáli 29. apríl 2005 00:01 Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar. Hæstiréttur staðfesti sekt þeirra þriggja sem áfrýjuðu dómi héraðsdóms vegna fjárdráttarins hjá Landssímanum en mildaði refsinguna yfir þeim öllum. Þegar héraðsdómur gekk í málinu í júní síðastliðnum í þeim fjórum sem dæmdir voru gaf Síminn út yfirlýsingu um að með þeirri niðurstöðu væri lagður grundvöllur að bótaskyldu fjórmenninganna gagnvart Símanum og að Síminn myndi leita viðeigandi úrræða gagnvart fjórmenningunum. Bótakröfu Símans upp á 246 milljónir króna auk kostnaðar var vísað frá héraðsdómi þar sem ástæða þótti til að fjalla sérstaklega um hana. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru lögfræðingar fyrirtækisins að fara yfir málið. Þær leiðir sem eru Símanum færar í stöðunni eru annars vegar að gera kröfu í þrotabú viðkomandi ef þeir eru gjaldþrota eða höfða einkamál. Ef viðkomandi er gjaldþrota er hægt að gera kröfur í þrotabú hans og ef eignir búsins hrökkva ekki fyrir kröfum er hægt að viðhalda kröfunum með því að krefjast gjaldþrots skuldamanns á ný áður en fyrri gjaldþrotaúrskurður fyrnist. Ef ekki er um gjaldþrota einstakling að ræða getur Síminn höfðað einkamál til staðfestingar rétti sínum til bóta. Ef dómur staðfestir það er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi og árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru. Í framhaldi af því er síðan hægt að krefjast gjaldþrotaskipta og viðhalda gjaldþrotinu endalaust ef vilji er fyrir hendi þar til skuldin er að fullu greidd. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar. Hæstiréttur staðfesti sekt þeirra þriggja sem áfrýjuðu dómi héraðsdóms vegna fjárdráttarins hjá Landssímanum en mildaði refsinguna yfir þeim öllum. Þegar héraðsdómur gekk í málinu í júní síðastliðnum í þeim fjórum sem dæmdir voru gaf Síminn út yfirlýsingu um að með þeirri niðurstöðu væri lagður grundvöllur að bótaskyldu fjórmenninganna gagnvart Símanum og að Síminn myndi leita viðeigandi úrræða gagnvart fjórmenningunum. Bótakröfu Símans upp á 246 milljónir króna auk kostnaðar var vísað frá héraðsdómi þar sem ástæða þótti til að fjalla sérstaklega um hana. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru lögfræðingar fyrirtækisins að fara yfir málið. Þær leiðir sem eru Símanum færar í stöðunni eru annars vegar að gera kröfu í þrotabú viðkomandi ef þeir eru gjaldþrota eða höfða einkamál. Ef viðkomandi er gjaldþrota er hægt að gera kröfur í þrotabú hans og ef eignir búsins hrökkva ekki fyrir kröfum er hægt að viðhalda kröfunum með því að krefjast gjaldþrots skuldamanns á ný áður en fyrri gjaldþrotaúrskurður fyrnist. Ef ekki er um gjaldþrota einstakling að ræða getur Síminn höfðað einkamál til staðfestingar rétti sínum til bóta. Ef dómur staðfestir það er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi og árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru. Í framhaldi af því er síðan hægt að krefjast gjaldþrotaskipta og viðhalda gjaldþrotinu endalaust ef vilji er fyrir hendi þar til skuldin er að fullu greidd.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira