Sean Connery sem 007 28. apríl 2005 00:01 Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira