Líkfundarmál fyrir Hæstarétti 25. apríl 2005 00:01 MYND/E.Ól Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent