Venjulegt fólk vantar vinnu 25. apríl 2005 00:01 Atvinnuástand á Akureyri gæti verið betra. Umsóknum um sumarstörf hefur þó fækkað. "Það hefur verið jöfn þróun í atvinnumálum á Akureyri undanfarið," segir Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. "Það er ekki mikil uppsveifla heldur er línan meira flöt. Iðnaðarmenn ganga þó ekki um atvinnulausir, þeir sem verða útundan eru þeir sem ekki eru sérhæfðir." Valgeir bendir á að iðnfyrirtæki hafi horfið úr bænum og verksmiðjur verið lagðar niður. "Það hefur ekki beint komið eitthvað í staðinn," segir Valgeir. "Háskólanum fylgja vissulega mörg störf en það eru ákveðnir hópar sem verða alveg útundan." Aðspurður hvort fólk leiti fyrir sér annars staðar segir Valgeir ófaglærða oft ragari að fara. "Þeir sem hafa menntun reyna frekar fyrir sér annarstaðar, en hinir hlaupa í tímabundin störf sem losna og eru atvinnulausir þess á milli. Það vantar hér stóran vinnustað, venjuleg störf fyrir venjulegt fólk. Hér sem annars staðar gengur atvinnulífið mikið út á samræmingu, fyrirtæki sameinast og hagræða og segja upp fólki. Það er langt í frá allt svart en við myndum gjarnan þiggja fjölgun starfa í bænum," segir Valgeir. Umsóknir um sumarstörf á Akureyri eru nú 490, en búist er við að um það bil 270-290 störf verði í boði. Jónína Kristín Laxdal, launafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að umsóknum hafi fækkað um 20% frá því í fyrra. "Við höfum ekki skýringar á því og vitum ekki hvort atvinnuástand er betra í bænum en í fyrra. Það vekur líka athygli að umsóknir frá körlum eru helmingi færri en hjá konum. Meðal starfa sem eru í boði í sumar eru stöður við Búsetudeild, sem eru sambýlin á Akureyri, og dvalarheimilin." Að venju verður unglingum boðið upp á unglingavinnu á Akureyri, en ef margir eru atvinnulausir eftir að störfum hefur verið úthlutað er sett í gang átaksverkefni. "Við vitum ekki fyrr en líður á sumarið hvort við hrindum af stað átaksverkefni," segir Jónína og tekur undir með Valgeiri að þeir sem verst verði úti séu 17 ára unglingar, sem hafi litla sem enga reynslu, og hinir sem ekki hafi sérhæfingu. Atvinna Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Atvinnuástand á Akureyri gæti verið betra. Umsóknum um sumarstörf hefur þó fækkað. "Það hefur verið jöfn þróun í atvinnumálum á Akureyri undanfarið," segir Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. "Það er ekki mikil uppsveifla heldur er línan meira flöt. Iðnaðarmenn ganga þó ekki um atvinnulausir, þeir sem verða útundan eru þeir sem ekki eru sérhæfðir." Valgeir bendir á að iðnfyrirtæki hafi horfið úr bænum og verksmiðjur verið lagðar niður. "Það hefur ekki beint komið eitthvað í staðinn," segir Valgeir. "Háskólanum fylgja vissulega mörg störf en það eru ákveðnir hópar sem verða alveg útundan." Aðspurður hvort fólk leiti fyrir sér annars staðar segir Valgeir ófaglærða oft ragari að fara. "Þeir sem hafa menntun reyna frekar fyrir sér annarstaðar, en hinir hlaupa í tímabundin störf sem losna og eru atvinnulausir þess á milli. Það vantar hér stóran vinnustað, venjuleg störf fyrir venjulegt fólk. Hér sem annars staðar gengur atvinnulífið mikið út á samræmingu, fyrirtæki sameinast og hagræða og segja upp fólki. Það er langt í frá allt svart en við myndum gjarnan þiggja fjölgun starfa í bænum," segir Valgeir. Umsóknir um sumarstörf á Akureyri eru nú 490, en búist er við að um það bil 270-290 störf verði í boði. Jónína Kristín Laxdal, launafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að umsóknum hafi fækkað um 20% frá því í fyrra. "Við höfum ekki skýringar á því og vitum ekki hvort atvinnuástand er betra í bænum en í fyrra. Það vekur líka athygli að umsóknir frá körlum eru helmingi færri en hjá konum. Meðal starfa sem eru í boði í sumar eru stöður við Búsetudeild, sem eru sambýlin á Akureyri, og dvalarheimilin." Að venju verður unglingum boðið upp á unglingavinnu á Akureyri, en ef margir eru atvinnulausir eftir að störfum hefur verið úthlutað er sett í gang átaksverkefni. "Við vitum ekki fyrr en líður á sumarið hvort við hrindum af stað átaksverkefni," segir Jónína og tekur undir með Valgeiri að þeir sem verst verði úti séu 17 ára unglingar, sem hafi litla sem enga reynslu, og hinir sem ekki hafi sérhæfingu.
Atvinna Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira