Allt til alls í garðinum 25. apríl 2005 00:01 Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum." Hús og heimili Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum."
Hús og heimili Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira