Ekki staðist fyrir Hæstarétti 23. apríl 2005 00:01 Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira