Niðurstaða sem beðið hefur verið 22. apríl 2005 00:01 "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
"Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira