Niðurstaða sem beðið hefur verið 22. apríl 2005 00:01 "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
"Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira