Scarface: The World Is Yours 22. apríl 2005 00:01 Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Til að leikmenn fái sem raunverulegasta upplifun við spilun leiksins og ná að mynda Scarface stemminguna hefur leikarinn Al Pacino samþykkt að taka þátt í gerð leiksins. Aðrir leikarar sem koma við sögu í leiknum eru Steven Bauer og Robert Loggia (sem léku Manny Ray og Frank Lopez). Meðal annarra leikara má nefna grínleikarana Jay Mohr og Cheech Marin og leikarana James Woods, Miguel Sandoval, Robert Davi, Michael Rappaport og Michael York. ”Al Pacino náði að skapa persónu Tony Montana á mjög kröftugan hátt og er því ómetanlegt að fá að nota útlit hans sem Tony Montana til að gera leikinn sem raunverulegastan,” segir Cindy Cook, Markaðsstjóri Vivendi Universal Games. ”Við erum einnig mjög ánægð með að hafa náð í aðra topp leikara til að taka þátt í gerð leiksins Scarface: The World is Yours, en þátttaka þeirra mun gefa leiknum meiri dýpt og efni.” Sagan í Scarface: The World Is Yours er skrifuð útfrá því sjónarhorni ”hvað ef Tony hefði lifað af”, og hefst leikurinn í kjölfarið á uppgjörs senunni sem var í lok myndarinnar. Leikmenn fá að ferðast um götur og staði Miami borgar ásamt því að vaða um eyjar Karabískahafsins þar sem allt er stútfullt af hörðum og hættulegum persónum. Leikmenn þurfa að safna saman upplýsingum, berjast í skotbardögum, smygla varningi og valda sem mestri ringulreið á leið Tony Montana aftur á toppinn. Scarface: The World Is Yours er gerður af Radical Games og kemur út fyrir Sony PlayStation 2, Microsoft XBOX og PC. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Til að leikmenn fái sem raunverulegasta upplifun við spilun leiksins og ná að mynda Scarface stemminguna hefur leikarinn Al Pacino samþykkt að taka þátt í gerð leiksins. Aðrir leikarar sem koma við sögu í leiknum eru Steven Bauer og Robert Loggia (sem léku Manny Ray og Frank Lopez). Meðal annarra leikara má nefna grínleikarana Jay Mohr og Cheech Marin og leikarana James Woods, Miguel Sandoval, Robert Davi, Michael Rappaport og Michael York. ”Al Pacino náði að skapa persónu Tony Montana á mjög kröftugan hátt og er því ómetanlegt að fá að nota útlit hans sem Tony Montana til að gera leikinn sem raunverulegastan,” segir Cindy Cook, Markaðsstjóri Vivendi Universal Games. ”Við erum einnig mjög ánægð með að hafa náð í aðra topp leikara til að taka þátt í gerð leiksins Scarface: The World is Yours, en þátttaka þeirra mun gefa leiknum meiri dýpt og efni.” Sagan í Scarface: The World Is Yours er skrifuð útfrá því sjónarhorni ”hvað ef Tony hefði lifað af”, og hefst leikurinn í kjölfarið á uppgjörs senunni sem var í lok myndarinnar. Leikmenn fá að ferðast um götur og staði Miami borgar ásamt því að vaða um eyjar Karabískahafsins þar sem allt er stútfullt af hörðum og hættulegum persónum. Leikmenn þurfa að safna saman upplýsingum, berjast í skotbardögum, smygla varningi og valda sem mestri ringulreið á leið Tony Montana aftur á toppinn. Scarface: The World Is Yours er gerður af Radical Games og kemur út fyrir Sony PlayStation 2, Microsoft XBOX og PC.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira