Rannsókn skotárásar langt komin 20. apríl 2005 00:01 Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira