Ákæran 900 þúsundum lægri 20. apríl 2005 00:01 Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira