Vill hreyfingu sem meðferðarform 19. apríl 2005 00:01 Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúkdómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingarseðil og liti hann út eins og lyfseðill, en væri í raun ávísun á hreyfingu en ekki lyf," segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. "Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyfing geti nýst þeim og sjúkraþjálfarinn byggt upp raunhæfa hreyfingaráætlun í samráði við einstaklinginn," segir Héðinn. "Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því alltof margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins," segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. "Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingaráætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur," segir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstaklingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðisvandamál minnka. Heilsa Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúkdómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingarseðil og liti hann út eins og lyfseðill, en væri í raun ávísun á hreyfingu en ekki lyf," segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. "Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyfing geti nýst þeim og sjúkraþjálfarinn byggt upp raunhæfa hreyfingaráætlun í samráði við einstaklinginn," segir Héðinn. "Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því alltof margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins," segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. "Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingaráætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur," segir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstaklingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðisvandamál minnka.
Heilsa Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira