Boðin aðstoð gegn streitu 18. apríl 2005 00:01 "Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
"Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira