Innlent

Um 30 þúsund kort á ári

Talið er að á fyrsta árinu verði gefin út um 30 þúsund kort, samkvæmt upplýsingum frá TR. Evrópska sjúkratryggingakortið veitir handhafa rétt til heilbrigðisþjónustu við tímabundna dvöl í öðrum löndum innan EES á sama verði og heimamenn. Kortið hefur almennt tveggja ára gildistíma. Kortið gildir eingöngu hjá heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, apótekum og öðrum þjónustuaðilum með samninga við opinbera sjúkratryggingakerfið. Almannatryggingar taka ekki þátt í kostnaði vegna þjónustu sem veitt er á einkareknum sjúkrastofnunum og kortið gildir því ekki þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×