Harry Potter og Eldbikarinn 12. apríl 2005 00:01 Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment kynna hér nýjan leik byggðan á Harry Potter og eldbikarnum. Útgáfa leiksins er áætluð í nóvmeber 2005, í tengslum við samnefnda kvikmynd sem fjallar um þessa fjórðu bók Harry Potter eftir JK. Rowlings. Í leiknum upplifir þú öll helstu atriði myndarinnar og þar reynir á töfrahæfileika þína í samvinnu við vini þína. "Harry Potter og eldbikarinn er fimmti Harry Potter leikurinn sem við gefum út, og erum við mjög stolt af nýjungunum í þessum leik," segir Harvey Elliott, forstjóri EA UK."Það eru miklar væntingar til nýju myndarinnar og við höfum unnið náið með Warner Bros. Interactive Entertainment að búa til leik sem hæfir efni myndarinnar og passar vel inní heim Harry Potter." "Við vinnum náið með EA, og hlökkum til að sjá leikinn sem er í anda myndarinnar Harry Potter og eldbikarinn," segir Jason Hall, aðstoðarforstjóri Warner Bros. Interactive Entertainment. "Leikurinn inniheldur alla fjölbreytnina sem kemur fram í bókinni og myndinni, og gefur Harry Potter aðdáendum mjög skemmtilega upplifun." Í Harry Potter og eldbikarinn, er Harry dreginn út á dularfullan hátt til að taka þátt sem fjórði þátttakandi í lífshættulegri galdrakeppni. Allir þátttakendurnir í þessari alþjóða keppni stilla sér upp fyrir ofan eldspúandi dreka, og þurfa þeir að bjarga vinum sínum frá ísköldu dýpi hafsins rétt hjá skólanum og þurfa einnig að rata í gegnum dularfullt og lífshættulegt völundarhús. Leikmenn fá að upplifa allt það mest spennandi úr myndinni – allt frá Heimsmeistarakeppninni í Quidditch að einvígi við hinn eina sanna Voldemort! Þú getur spilað sem bæði Harry, Ronny og Hermione og eru allar persónur leiksins byggðar á þeim sem koma fyrir í myndinni. Í þessum leik fá leikmenn einnig að glíma við nýtt töfrakerfi þar sem leikmenn fá hreinlega að finna fyrir göldrunum. Stýripinninn hristist og bregst við þegar leikmenn nota töfrastafinn. Þú getur einnig spilað í liði með vinunum, sameinast um að framkvæma galdra og nota öflugri töfra en áður! Leikurinn er gerðu af EA UK, en þeir hafa gert alla leikina í seríunni. Harry Potter og eldbikarinn kemur út á PlayStation 2, PSP, Xbox, Nintendo GameCube, Nintendo DS, Game Boy Advance og PC. Leikurinn hefur enn ekki fengið aldursgreiningu hjá PEGI. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment kynna hér nýjan leik byggðan á Harry Potter og eldbikarnum. Útgáfa leiksins er áætluð í nóvmeber 2005, í tengslum við samnefnda kvikmynd sem fjallar um þessa fjórðu bók Harry Potter eftir JK. Rowlings. Í leiknum upplifir þú öll helstu atriði myndarinnar og þar reynir á töfrahæfileika þína í samvinnu við vini þína. "Harry Potter og eldbikarinn er fimmti Harry Potter leikurinn sem við gefum út, og erum við mjög stolt af nýjungunum í þessum leik," segir Harvey Elliott, forstjóri EA UK."Það eru miklar væntingar til nýju myndarinnar og við höfum unnið náið með Warner Bros. Interactive Entertainment að búa til leik sem hæfir efni myndarinnar og passar vel inní heim Harry Potter." "Við vinnum náið með EA, og hlökkum til að sjá leikinn sem er í anda myndarinnar Harry Potter og eldbikarinn," segir Jason Hall, aðstoðarforstjóri Warner Bros. Interactive Entertainment. "Leikurinn inniheldur alla fjölbreytnina sem kemur fram í bókinni og myndinni, og gefur Harry Potter aðdáendum mjög skemmtilega upplifun." Í Harry Potter og eldbikarinn, er Harry dreginn út á dularfullan hátt til að taka þátt sem fjórði þátttakandi í lífshættulegri galdrakeppni. Allir þátttakendurnir í þessari alþjóða keppni stilla sér upp fyrir ofan eldspúandi dreka, og þurfa þeir að bjarga vinum sínum frá ísköldu dýpi hafsins rétt hjá skólanum og þurfa einnig að rata í gegnum dularfullt og lífshættulegt völundarhús. Leikmenn fá að upplifa allt það mest spennandi úr myndinni – allt frá Heimsmeistarakeppninni í Quidditch að einvígi við hinn eina sanna Voldemort! Þú getur spilað sem bæði Harry, Ronny og Hermione og eru allar persónur leiksins byggðar á þeim sem koma fyrir í myndinni. Í þessum leik fá leikmenn einnig að glíma við nýtt töfrakerfi þar sem leikmenn fá hreinlega að finna fyrir göldrunum. Stýripinninn hristist og bregst við þegar leikmenn nota töfrastafinn. Þú getur einnig spilað í liði með vinunum, sameinast um að framkvæma galdra og nota öflugri töfra en áður! Leikurinn er gerðu af EA UK, en þeir hafa gert alla leikina í seríunni. Harry Potter og eldbikarinn kemur út á PlayStation 2, PSP, Xbox, Nintendo GameCube, Nintendo DS, Game Boy Advance og PC. Leikurinn hefur enn ekki fengið aldursgreiningu hjá PEGI.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira