Viðskipti innlent

Óákveðið hvort krafist verði bóta

MYND/Róbert
Síminn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni kerfjast bóta vegna þess að Og fjarskipti hafa ekki gætt jafnræðis í verðlagningu gagnvart Símanum samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segist ekki geta sagt til um á þessari stundu hvort krafist verði bóta en Og fjarskipti hafa innheimt hærri gjöld fyrir að ljúka símtölum viðskiptavina Símans en annara félaga og munar rúmum fimm krónum á hverja mínútu. Brynjólfur segir að fylgst verði með framgangi málsins, en Síminn hafi gert athugasemdir við það að viðskiptavinir hans hafi greitt hærra gjald fyrir að fara inn á fjarskiptanet Og Vodafone en aðrir. Ekki hafi verið ákveðið hvort haldið verði áfram með málið og menn verði að sjá til. Aðspurður hvort hann telji að Og fjarskipti hafi getað lækkað verð til sinna viðskiptavina vegna þessa segir Brynjólfur að erfitt sé að segja til um að það. Afkoma fyrirtækisins segi til um hvað hvað það geti gert. Keppni milli Símans og Og fjarskipta sé mjög mikil og þar sé tekist á um viðskipti við fyrirtæki og aðra en ætla verði Og fjarskiptum að það fari vel með sína peninga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×