Hafnaði bótakröfu vegna afsagnar 11. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira