Ríkisritskoðun ekki á dagskrá 10. apríl 2005 00:01 Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira