Viðskipti innlent

Fullbókað í ferð

Fulltrúar 95 fyrirtækja, tæplega 200 manns, munu fylgja forseta Íslands í opinbera heimsókn til Kína 15.-22. maí. Þetta verður viðskiptasendinefndin, en Útflutningsráð stendur að skipulagningu hennar í samstarfi við skrifstofu forsetans, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Kína. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í slíkri viðskiptanefnd. Vilhjálmur Guðmundsson hjá Útflutningsráði segir að efnt verði til margvíslegra atburða á meðan á heimsókninni standi, til dæmis verði haldinn viðskiptadagur í Beijing, auk viðburða í tveimur öðrum borgum, Shanghai og Qingdao.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×