Milljónir við útför páfa 13. október 2005 19:01 Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm, í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. Athöfnin var frekar látlaus en fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Lík hans hvíldi í afar einfaldri kistu úr kýprusviði sem borin var upp að altari við Péturskirkjuna. Joseph Ratzinger kardínáli messaði og sagði m.a. að fullvíst væri að hinn elskaði páfi stæði nú við glugga í húsi föðurins, sæi viðstadda og blessaði þá. Kistan var svo borin inn í kirkjuna, úr augsýn fjöldans. Þar var hún sett ofan í aðra kistu úr málmi, sem var svo aftur sett í eikarkistu, og loks grafin undir marmarahellu í grafhvelfingu undir kirkjunni. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Það var margt fyrirmenna og þjóðarleiðtoga við athöfnina, þar á meðal fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir athöfnina hafa snortið sig mjög og hún hafi einkennst bæði af sorg og gleði. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Pílagrímar eru nú farnir að tínast heim eftir útförina sem markar upphaf níu daga sorgartímabils. Þegar því lýkur munu kardínálar koma saman til fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa. Öryggisgæslan við útförina á sér vart fordæmi, frekar en mannfjöldinn sem var við athöfnina. Flug var bannað yfir borginni, auk þess sem herinn hafði mikinn viðbúnað. Flugvél var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun þar sem grunur lék á að sprengja væri um borð. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.MYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira