Viðskipti innlent

Össur vann mál í Bandaríkjunum

Össur tilkynnti í dag um að sigur hefði unnist í málarekstri sem félagið höfðaði á hendur Bledsoe Brace System vegna brota á einkaleyfum. Dómstóll í Seattle komst að þeirri niðurstöðu að Bledsoe, sem er dótturfyrirtæki Medical Technology Inc., þyrfti að greiða Össuri bætur vegna brotanna upp á 3,4 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða brot á einkaleyfum vegna spelkna frá Generation II Group og var það niðurstaða kviðdómsins að um ásetningsbrot hefði verið að ræða. Óljóst er hvort fjárhagslegur ávinningur hljótist af málaferlunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×