Viðskipti innlent

Vöruskiptahallinn rýkur upp

Vöruskiptahallinn við útlönd hefur rokið upp í mars að mati greiningardeildar Landsbankans, þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Útlit er fyrir að hann hafi verið um fimm milljarðar króna sem bætast þá við þá 5,7 milljarða sem hann var óhagstæður fyrstu tvo mánuði ársins. Hallinn verður því um ellefu milljarðar króna fyrstu þrjá mánuði ársins, að teknu tilliti til aukins útflutnings sem er með því mesta sem mælst hefur á þriggja mánaða tímabili.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×