Umferðaróhöppum fækkar lítið 7. apríl 2005 00:01 Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira