Vill sakaruppgjöf vegna mismununar 6. apríl 2005 00:01 Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira