Vonast til að sætta megi deilendur 3. apríl 2005 00:01 Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira