Lögreglumenn búi við óvissu 2. apríl 2005 00:01 Lögreglumenn búa við algera óvissu um hvernig þeim beri að haga störfum sínum eftir að lögreglumaður var dæmdur fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumann bifhjóls til að stöðva hann. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumaðurinn var dæmdur til sektar og skaðabótagreiðslna í fyrradag fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumanns bifhjóls með þeim afleiðingum að bifhjólamaðurinn kastaðist í götuna og slasaðist. Dómurinn segir lögregluþjóninn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi en Páll E. Winkler, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við málavöxtu. Landssambandið telji að niðurstaða dómsins hafi verulega mikil áhrif á réttarstöðu lögreglumanna og sé á því að lögreglumaðurinn hafi í þessu tilviki hagað störfum sínum algerlega í samræmi við verklag sem tíðkast hafi hingað til. Dóminum var áfrýjað samdægurs til Hæstaréttar en á heimasíðu Landssambands lögreglumanna eru lögreglumenn í tilefni þessa dóms hvattir til að sýna sérstaka gát við vinnu sína á meðan alger óvissa ríki í þessum efnum. Páll segir að meiningin með þessum skilaboðum sé einföld. Verði þessi niðurstaða endanleg sé ljóst að lögreglumenn búi við algjöra óvissu um það hvernig þeir eigi að haga störfum sínum þegar ökumaður bifhjóls eða annars ökutækis sinnir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögreglumenn viti hreinlega ekki hvar mörkin liggi, þeir hafi talið sig vitað það en niðurstaða dómsins sé önnur og þar af leiðandi séu lögreglumenn beðnir um að fara varlega. Aðspurður hvort landssambandið sé sannfært um að umræddur lögreglumaður hafi starfað innan þeirra starfsregnla sem honum séu settar játar Páll því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Lögreglumenn búa við algera óvissu um hvernig þeim beri að haga störfum sínum eftir að lögreglumaður var dæmdur fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumann bifhjóls til að stöðva hann. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumaðurinn var dæmdur til sektar og skaðabótagreiðslna í fyrradag fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumanns bifhjóls með þeim afleiðingum að bifhjólamaðurinn kastaðist í götuna og slasaðist. Dómurinn segir lögregluþjóninn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi en Páll E. Winkler, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við málavöxtu. Landssambandið telji að niðurstaða dómsins hafi verulega mikil áhrif á réttarstöðu lögreglumanna og sé á því að lögreglumaðurinn hafi í þessu tilviki hagað störfum sínum algerlega í samræmi við verklag sem tíðkast hafi hingað til. Dóminum var áfrýjað samdægurs til Hæstaréttar en á heimasíðu Landssambands lögreglumanna eru lögreglumenn í tilefni þessa dóms hvattir til að sýna sérstaka gát við vinnu sína á meðan alger óvissa ríki í þessum efnum. Páll segir að meiningin með þessum skilaboðum sé einföld. Verði þessi niðurstaða endanleg sé ljóst að lögreglumenn búi við algjöra óvissu um það hvernig þeir eigi að haga störfum sínum þegar ökumaður bifhjóls eða annars ökutækis sinnir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögreglumenn viti hreinlega ekki hvar mörkin liggi, þeir hafi talið sig vitað það en niðurstaða dómsins sé önnur og þar af leiðandi séu lögreglumenn beðnir um að fara varlega. Aðspurður hvort landssambandið sé sannfært um að umræddur lögreglumaður hafi starfað innan þeirra starfsregnla sem honum séu settar játar Páll því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira