Friðrik Páll aftur fréttastjórinn 2. apríl 2005 00:01 Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira