Friðrik Páll aftur fréttastjórinn 2. apríl 2005 00:01 Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira