Friðrik Páll aftur fréttastjórinn 2. apríl 2005 00:01 Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira