Fjórir sækja líklega ekki um aftur 2. apríl 2005 00:01 Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira