Fjórir sækja líklega ekki um aftur 2. apríl 2005 00:01 Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira