Auðun hætti við að þiggja starfið 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira