Húsfrú og kennslukona 1. apríl 2005 00:01 "Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum. Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum.
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira