Milliríkjadeilur í miðborginni 30. mars 2005 00:01 Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent