Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli 29. mars 2005 00:01 Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira