Smyglaði kókaíni undir hárkollu 18. mars 2005 00:01 Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira