Bráðveikt fólk á biðlistum 15. mars 2005 00:01 Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira