Bráðveikt fólk á biðlistum 15. mars 2005 00:01 Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira