Hefur enga trú á megrunarkúrum

Stórleikarinn Sylvester Stallone er með bók í smíðum um mataræði sitt og líkamsræktaráætlun. Stallone tók upp á þessu því hann hafði fengið sig fullsaddan á spurningum um hvernig hann héldi sér svona unglegum en leikarinn er 58 ára gamall. Stallone hyggst setja bókina á markað nú í sumar og heldur því fram að leyndarmál velgengni hans í heilsuræktarheiminum sé að gera allt í hófi. "Ég reyni að sjá hvað hefur virkað fyrir mig í gegnum árin og held mig við það. Einn daginn ét ég gjörsamlega yfir mig en þann næsta passa ég mig. Megrunarkúrar virka ekki," segir Stallone.