Besta starf í heimi 14. mars 2005 00:01 "Ég var staðráðinn í því frá barnæsku að verða kokkur. Ég byrjaði að elda áður en ég var búinn með grunnskóla og ég hef verið að stefna að því alla ævi að læra að verða matreiðslumeistari og vinna við það. Ég veit ekki af hverju ég fékk þessa bakteríu en frændi minn kallaði mig alltaf Konna kokk þegar ég var lítill og þannig byrjaði þetta. Þetta er algjört draumastarf. Ég er búin að vakna á hverjum morgni síðastliðin átta ár og bíða eftir því að fara í vinnunna. Ég er gjörsamlega alsæll í mínu starfi," segir Hákon sem hefur greinilega fundið ástina í sínu lífi, af svo mikilli ástríðu talar hann um starfið sitt. "Strax eftir grunnskóla fór ég á samning í eitt ár á A. Hansen. Síðan árið 1996 fékk ég samning hér á Grand Hótel og vann í fjögur ár undir lærimeistara mínum, Elíasi Hartmann. Ég vann mig sem sagt upp úr afgreiðslunema og upp í kokkinn og útskrifaðist sem sveinn í matreiðslu árið 2000. Síðan útskrifaðist ég úr meistaraskólanum árið 2002 en það er eins og hálfs árs nám og með það í vasanum er ég titlaður matreiðslumeistari og get tekið nema að mér á samning. Nú er ég einmitt með sex nema á samning hjá mér," segir Hákon sem hefur aldeilis fengið mikla reynslu í gegnum árin. "Ég vann sumar 1999 á veitingastað sem heitir Sleepy Hollow í New York. Það er rosa flottur veitingastaður rétt fyrir utan Manhattan. Þar er náttúrlega brjálaður erill og ég lærði mjög mikið á þeim tíma. Árið 2002 fékk ég frí á Grand Hótel um sumarið og fór til Svíþjóðar og vann sem yfirkokkur á hóteli. Ég hef sem sagt náð mér í mjög góðan reynslubanka síðan ég byrjaði fimmtán ára." Þó Hákon virðist hafa komið sér vel fyrir í kokkastéttinni þá er hann hvergi nærri hættur að færa sig upp á við. "Ég hef tekið þátt í keppninni "matreiðslumaður ársins" en aldrei unnið. En það kemur að því. Það var einmitt keppni á Akureyri núna um helgina en í staðinn fyrir að fara sendi ég þrjá nema frá mér í keppnina nemi ársins. Ég hef líka í hyggju að fara til Noregs í frekara eldhús- og hótelnám á haustmánuðum," segir Hákon sem hefur auðvitað leitt hugann að því að opna sitt eigið hótel eða veitingastað. "Það væri auðvitað mjög gaman því þetta er skemmtilegur bransi. Sérstaklega núna hér á Íslandi út af öllum ferðamönnunum sem heimsækja landið. Ég kannsk dríf í þessu þegar ég er orðinn eldri og sjóaðri." Atvinna Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég var staðráðinn í því frá barnæsku að verða kokkur. Ég byrjaði að elda áður en ég var búinn með grunnskóla og ég hef verið að stefna að því alla ævi að læra að verða matreiðslumeistari og vinna við það. Ég veit ekki af hverju ég fékk þessa bakteríu en frændi minn kallaði mig alltaf Konna kokk þegar ég var lítill og þannig byrjaði þetta. Þetta er algjört draumastarf. Ég er búin að vakna á hverjum morgni síðastliðin átta ár og bíða eftir því að fara í vinnunna. Ég er gjörsamlega alsæll í mínu starfi," segir Hákon sem hefur greinilega fundið ástina í sínu lífi, af svo mikilli ástríðu talar hann um starfið sitt. "Strax eftir grunnskóla fór ég á samning í eitt ár á A. Hansen. Síðan árið 1996 fékk ég samning hér á Grand Hótel og vann í fjögur ár undir lærimeistara mínum, Elíasi Hartmann. Ég vann mig sem sagt upp úr afgreiðslunema og upp í kokkinn og útskrifaðist sem sveinn í matreiðslu árið 2000. Síðan útskrifaðist ég úr meistaraskólanum árið 2002 en það er eins og hálfs árs nám og með það í vasanum er ég titlaður matreiðslumeistari og get tekið nema að mér á samning. Nú er ég einmitt með sex nema á samning hjá mér," segir Hákon sem hefur aldeilis fengið mikla reynslu í gegnum árin. "Ég vann sumar 1999 á veitingastað sem heitir Sleepy Hollow í New York. Það er rosa flottur veitingastaður rétt fyrir utan Manhattan. Þar er náttúrlega brjálaður erill og ég lærði mjög mikið á þeim tíma. Árið 2002 fékk ég frí á Grand Hótel um sumarið og fór til Svíþjóðar og vann sem yfirkokkur á hóteli. Ég hef sem sagt náð mér í mjög góðan reynslubanka síðan ég byrjaði fimmtán ára." Þó Hákon virðist hafa komið sér vel fyrir í kokkastéttinni þá er hann hvergi nærri hættur að færa sig upp á við. "Ég hef tekið þátt í keppninni "matreiðslumaður ársins" en aldrei unnið. En það kemur að því. Það var einmitt keppni á Akureyri núna um helgina en í staðinn fyrir að fara sendi ég þrjá nema frá mér í keppnina nemi ársins. Ég hef líka í hyggju að fara til Noregs í frekara eldhús- og hótelnám á haustmánuðum," segir Hákon sem hefur auðvitað leitt hugann að því að opna sitt eigið hótel eða veitingastað. "Það væri auðvitað mjög gaman því þetta er skemmtilegur bransi. Sérstaklega núna hér á Íslandi út af öllum ferðamönnunum sem heimsækja landið. Ég kannsk dríf í þessu þegar ég er orðinn eldri og sjóaðri."
Atvinna Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira