Björgólfur á meðal ríkustu manna 11. mars 2005 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira